Sálmabók

223. Gakk inn í Herrans helgidóm

1 Gakk inn í Herrans helgidóm,
þú hjartkær Drottins lýður,
og lofa Guð með glöðum róm
er gleðihnoss þér býður.
Um löndin öll
Guðs orðin snjöll
af ótal vörum hljómi
í Herrans helgidómi.

2 Sinn einkason oss Guð vor gaf
svo gleði hans vér nytum,
svo frelsi þar vér fengjum af
og fyrirgefning hlytum.
Því gleðjumst vér
af hjarta hér
og hrópum allir glaðir:
Ó, abba, elsku faðir.

3 Hans blessað orð er boðað nú
um byggðir heimsins víða,
það vekur kærleik, von og trú
og veitir huggun blíða.
Hvern andardrátt,
hvern æðarslátt
þá ástgjöf látum róma
og hallelúja hljóma.

4 Ó, lofum Drottin, Drottins hjörð,
hans dýrð og gæsku játum,
hans náðarorð um alla jörð
vér ætíð vera látum
vort ljós á leið
og líkn í neyð
og lækning heims í þrautum
og huggun hels á brautum.

T Burkard Waldis 1553 – Gr. 1594 – Valdimar Briem – Sb. 1886
Lobt Gott in seinem Heiligtum
L Severus Gastorius 1675 – JH 1891
Was Gott tut, das ist wohlgetan
Sálmar með sama lagi 701
Eldra númer 214a
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is