229. Opnið kirkjur allar ♥
1 Opnið kirkjur allar!
Opnið huga minn!
Kristur til mín kallar:
Kom þú hingað inn!
Hér í helgidómi
hans ég návist finn.
Breytir brag og hljómi
blíður lausnarinn.
2 Opnið kirkjur allar!
Opnið nýja sýn!
Þegar Kristur kallar
kvíðinn óðar dvín.
Lýkur lífsins flótta
lausnin frelsarans.
Eyðir hjartans ótta
örugg leiðsögn hans.
3 Opnið kirkjur allar!
Opnið huga minn!
Kristur til mín kallar:
Kom þú hingað inn!
Kom þú, kvíðans maður,
kirkjan griðland er.
Far svo frjáls og glaður.
Friður sé með þér.
T Gylfi Gröndal 1987 – Vb. 1991
L Trond H.F. Kverno 1965 – Vb. 1991
Gud er i sitt tempel
Eldra númer 539
Eldra númer útskýring T+L