Sálmabók

232. Himnafaðir, hér

1 Himnafaðir, hér
hittumst glaðir vér,
hefjum söng með hlýjum barnarómi.
Allt er yndi valt,
oft er dimmt og kalt,
glatt og bjart í Herrans helgidómi.

2 Hér er búið borð,
boðað lífsins orð,
það sem mettar sorg og hel og hungur,
stillir víl og vein,
vekur dauða grein,
svo hver fauskur verður aftur ungur.

3 Guðsson, Kristur kær,
kom og ver oss nær,
þú sem bauðst að biðja' í þínu nafni,
brjót þú enn þitt brauð,
blessa skort og auð,
svo í Guði gróða hver einn safni.

4 Lát þitt lífsins orð,
láttu, Guð, þitt borð
seðja, betra, blessa hvern hér inni.
Hver sem hefur hér
hjartað gefið þér
bjartari' ávallt bæ sinn heima finni.

T Bernhard S. Ingemann 1837 – Matthías Jochumsson – Vb. 1912
L Christoph E.F. Weyse 1837 – BÞ 1912
Gud ske tak og lov
Eldra númer 218
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is