Sálmabók

267. Dýrð sé Guði í upphæðum

Forsöngvari: Dýrð sé Guði í upphæðum.

Söfnuður: Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum.
Vér lofum þig, vér göfgum þig, vér dýrkum þig, vér tignum þig.
Þakkir gjörum vér þér sakir mikillar dýrðar þinnar, Drottinn Guð,
himneski konungur, almáttugi faðir.
Ó, Drottinn Jesús Kristur, þú eingetni sonur,
ó, Drottinn Guð, lamb Guðs, sonur föðurins,
þú, sem burtu ber heimsins synd, miskunna þú oss.
Því þú einn ert heilagur, þú einn ert Drottinn, þú einn, ó, Kristur,
með heilögum anda ert hæst í dýrð Guðs föður. Amen.

T Lúk. 2.14 – Lofsöngur frá frumkirkjunni
L Bjarni Þorsteinsson 1899

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is