Sálmabók

274. Almáttugur Guð allra stétta

Lilja

1 Almáttugur Guð allra stétta,
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi staða né stunda,
staði haldandi´ í kyrrleiks valdi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar í miðju,
lof sé þér um aldur og ævi,
eining sönn í þrennum greinum.

2 Máría, ert þú móðir dýrust,
Máría, lifir þú sæmd í hárri.
Máría, ert þú af miskunn kærust,
Máría, létt þú syndafári.
Máría, lít þú mein þau er vóru,
Máría, lít þú klökk á tárin,
Máría, græð þú mein hin stóru,
Máría, ber þú smyrsl í sárin.

3 Fyrir Máríu faðminn dýra,
fyrir Máríu grátinn sára,
lát mig þinnar lausnar njóta,
lifandi Guð með föður og anda.
Ævinlega með lyftum lófum,
lof ræðandi’, á kné sín bæði,
skepnan öll er skyld að falla,
skapari minn, fyrir ásjón þinni.

T Eysteinn Ásgrímsson um 1350 – Sb. 1972
Lilja
L Íslenskt þjóðlag – ÍÞ 1906 – Vb. 1976
Liljulag / Almáttugur Guð allra stétta
Eldra númer 40
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is