Sálmabók

306. Vor Drottinn Kristur, dýrð sé þér

1 Vor Drottinn Kristur, dýrð sé þér,
dásöm og blessuð náð þín er.
Vor hugur, sál og tunga tignar þig.
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú hæst í hæð.

2 Þig lofar allra engla kór,
uppheima sveitin björt og stór,
þig lofa kerúbar og serafar.
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú hæst í hæð.

3 Þinn lýður, Kristur, lofar þig,
þín leysta brúður gleður sig
í fylgd með þér mót fegri jörð og sól.
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú hæst í hæð.

T Latn. sálmur – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson 1966 – Sb. 1972
Þér sé lof og dýrð, Jesu Krist
L 15. öld – Mortensen 1529 – Gr. 1594 / R Róbert A. Ottósson, 1967
Tibi laus salus sit Christe
Sálmar með sama lagi 285
Eldra númer 238
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is