Sálmabók

352. Undur lífsins okkur fögnuð vekur

1 Undur lífsins okkur fögnuð vekur
er að skírnarlaug þér barnið færum
:,: við sem lífið eigum þér að þakka. :,:

2 Hjá þér verður lífið eilíft undur,
alheimsdjúpin hvíla' í hendi þinni.
:,: Öll þín börn í opinn faðm þú tekur. :,:

3 Endurnærð af orði' og kærleik þínum
aftur fæðumst við til lífs í Kristi,
:,: lífs sem játað skal í trú og trausti. :,:

4 Hulin framtíð ugg hjá okkur vekur
en við leggjum barnið þér í hendur.
:,: Öruggt skjól því skírnarnáðin veitir. :,:

5 Lífsins orð ei lúta tímans valdi,
loforð þitt er skírnarsánum bundið.
:,: Skírnarljósið skín þótt lífið slokkni. :,:

6 Skírn er gjöf sem orð ná ei að lýsa,
auðlegð sem af náð er frá þér runnin.
:,: Drottinn, lát þinn fögnuð hjörtun fylla. :,:

T Svein Ellingsen 1971 – Hjörtur Pálsson 2010 – Vb. 2013
Fylt av glede over livets under
L Egil Hovland 1976 – Vb. 1991
Fylt av glede over livets under
Eldra númer 894
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is