Sálmabók

390. Líður að dögun

1 Líður að dögun, léttir af þoku,
ljóðin sín kveða fuglar af snilld.
Sönginn og daginn, Drottinn, ég þakka,
dýrlegt er orð þitt, lind sönn og mild.

2 Verðandi morgunn, vindur og sunna.
Vanga minn strýkur náðin þín blíð.
Grasið og fjöllin, Guð minn, ég þakka,
geislar þín sköpun, nú er mín tíð.

3 Risinn til lífsins lausnarinn Jesús
leið þinni beinir hvert sem ég fer.
Indæl er jörðin, eilíf er vonin,
allt skal að nýju fæðast í þér.

T Eleanor Farjeon 1931 – Sigríður Guðmarsdóttir 1997 – Sb. 1997
Morning has broken
L Gelískt þjóðlag – Sb. 1997
BUNESSAN
Eldra númer 703
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is