399. Roðinn af morgni rís í austurvegi ♥
1 Roðinn af morgni rís í austurvegi,
rýmir í hljóði nóttin fyrir degi.
Risin af beði Guð með þökk og gleði
göfgum og biðjum.
2 Bænin skal vekja vora sál og hjarta,
vermir og lýsir orðið Drottins bjarta.
Yfir oss niður ljós og líf og friður
líður af hæðum.
3 Dýrð sé þér, faðir, Drottinn geims og stjarna,
dýrð þér, Guðs sonur, lausn vor, sekra barna,
dýrð þér sem talar, helgar, huga svalar,
heilagi andi.
T Latn. hymni frá 8. öld – Carl O. Mannström 1928 – Sigurbjörn Einarsson, 1996 – Vb. 2013
Morgonens rodnad över bergen brinner
L Paris Antiphoner 1681 – Vb. 2013
CHRISTE SANCTORUM