428. Til hafs sól hraðar sér ♥
1 Til hafs sól hraðar sér,
hallar út degi,
eitt skeiðrúm endast hér
á lífsins vegi.
2 Ó, Guð, hvort annað nú
enn þá vor bíður
auglýsir engum þú
óðar en líður.
3 Nóg er að vitum vel
vort líf að endi
og að það eins og hel
er þér í hendi.
4 Að um oss annt er þér,
að sért vor faðir,
hughraustir vitum vér –
vissa nóg það er.
5 Þó dagsins skundum skeið
skjótt fram að nóttu
brátt hennar líður leið
að ljósri óttu.
6 Svo lífið braut er breið
til banakífsins
og dauðinn eins er leið
aftur til lífsins.
7 Svo lifa sérhver á
sem sálast eigi
en andast eins og sá
sem aldrei deyi.
8 Í þína umsjón nú,
ástríki faðir,
felum líf, byggð og bú,
blundum svo glaðir.
T Arnór Jónsson – Sb. 1801
L Nürnberg 1534 – Gr. 1607 – PG 1861