Sálmabók

432b. Verður það oft þá varir minnst

Verður það oft þá varir minnst,
voveifleg hætta búin finnst.
Ein nótt er ei til enda trygg,
að því á kvöldin, sál mín, hygg.
Hvað helst sem kann að koma' upp á
kjós Jesúm þér að vera hjá.
Skelfing engin þig skaðar þá.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 5
Verður það oft, þá varir minnst
L Hohenfurth um 1450 – Horn 1544 – Sb. 1589
In natali Domini / Da Christus geboren war / Singen wir aus Herzensgrund
Sálmar með sama lagi 114 148 298 412 98
Eldra númer 474
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is