Sálmabók

459. Syngið Drottni, sól og máni

1 Syngið Drottni, sól og máni,
sérhvert ljós sem kveikir hann.
Syngið Drottni, himnar háir,
hljómi allt sem lofa kann.

2 Heiðrið Drottin, höfin jarðar,
húmið, regnið, vindur, snær.
Tignið Drottin, tré og steinar,
tindar fjalla, ljúfur blær.

3 Lofið Drottin, hálsar, hæðir,
hjarnið jökla, foss og lind.
Lofa Drottin, fugl og fluga,
fjallabúar, geit og kind.

4 Lofa Drottin, kristin kirkja,
konung þinn í líki manns.
Honum skulum vegsemd veita
vernduð öll í faðmi hans.

T Anders Frostenson 1958 – Kristján Valur Ingólfsson 1971 – Sb. 1997
Lova Herren, sol och måne
L Hjálmar H. Ragnarsson 1995 – Sb. 1997
Eldra númer 706
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Sálm. 148

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is