Sálmabók

467b. Smávinir fagrir

Úr Hulduljóðum

1 Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley! Við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.

2 Faðir og vinur alls sem er!
Annastu þennan græna reit,
blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.

3 Vesalings sóley! Sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt,
dreymi þig ljósið, sofðu rótt.

T Jónas Hallgrímsson um 1840
L Jón Nordal 1940

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is