Sálmabók

468. Fyrst var jörðin auð

1 Fyrst var jörðin auð,
þá var dimmt og kalt.
Guð lét verða ljós
og það lýsti allt.

2 Upp úr hafi steig
allt hið þurra land,
bylgjur féllu að,
bára lék við sand.

3 Og hið fyrsta vor
óx hið fyrsta tré
grænt í morgundögg,
veitti skjól og hlé.

4 Vindur, sól og regn,
stjörnur, tungl og ský,
fiskur, maur og fugl
fagna yfir því.

5 Manninn gjörði Guð,
bæði meyju' og svein.
Annast sköpun hans,
gjöra engu mein.

6 Guð, ég þakka þér
að þú gjörðir mig.
Líf mitt, leik og söng
láttu tigna þig.

Hver lína textans er sungin af forsöngvara og endurtekin af söfnuði líkt og sýnt er í nótunum og á það við um öll erindin.

T Lars Åke Lundberg 1974 – Kristján Valur Ingólfsson 2000 – Vb. 2013
Först var jorden tom
L Lars Åke Lundberg 1974 – Vb. 2013
Först var jorden tom
Eldra númer 853
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun 1. Mós. 1

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is