469. Drottinn, ó, Drottinn vor ♥
1 Drottinn, ó, Drottinn vor,
dagarnir líða,
allt er að breytast en aldrei þú.
Ver þú oss veikum hjá,
vernda þína arfleifð.
Líknandi hendi, ó, leið oss nú.
2 Drottinn, ó, Drottinn vor,
drag oss æ nær þér,
lífið hið eina' er hjá einum þér.
Þar veitir þú oss frið,
þróttinn til að lifa,
sigurvon eilífa eignumst vér.
3 Drottinn, ó, Drottinn vor,
dýrð þína' að efla,
göfga þig einan æ gef oss náð,
vinna þitt verk á jörð,
vera þér til dýrðar,
vegsama nafn þitt um lög og láð.
T Níels Steingrímur Thorláksson, 1917 – Sb. 1972
L Alexej F. Lvov 1833 – BÞ 1926
RUSSIAN HYMN /God save the Tsar!
Eldra númer 6
Eldra númer útskýring T+L