Sálmabók

475. Allt hið fagra foldarskraut

Allt hið fagra foldarskraut,
allt fólk og dýr og lönd,
allt sem skapar góður Guð
er geymt í Drottins hönd.

1 Guð fæðir foldar blómin,
hann fegrar urð og mel
og lætur lóur syngja
og ljær þeim væng og stél.
Allt hið fagra ...

2 Við fjallabirtu bláa
hjá bunulæk og tjörn
þá sólin sest í æginn
og sofna lítil börn.
Allt hið fagra ...

3 Á hólnum haninn kúrir
með höfuð undir væng
og litlir hvuttar lúra
á lágum beð með sæng.
Allt hið fagra ...

4 Í vetrar köldum vindi
og vorsins milda blæ,
í grænum gróðri jarðar
og gullslit yfir sæ.
Allt hið fagra ...

5 Í skógarlundum ljúfum
og lækjarbrekkum smá,
þar kroppa lömb og kálfar
og kisi horfir á.
Allt hið fagra ...

6 Hann gaf mér eyru, augu
og orð sem lofgjörð tjá,
jafnt dýr og börn hann blessar
og býr þeim skjól sér hjá.
Allt hið fagra ...

T Cecil F. Alexander, 1848 – Kristján Valur Ingólfsson 2017
All things bright and beautiful
L William H. Monk, 1887
ALL THINGS BRIGHT AND BEAUTIFUL

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is