502a. Ég gleðst af því ég Guðs son á ♥
1 Ég gleðst af því ég Guðs son á,
hann gaf mér sig og allt um leið
er bæta fátækt mína má
og minni létta sálarneyð.
2 Ég gleðst af því ég Guðs son á.
Hvað gjört fær mér nú heimurinn?
Minn ástvin Jesús er mér hjá
með allan mátt og kærleik sinn.
3 Ég gleðst af því ég Guðs son á,
nú grandað fær ei dauðinn mér
því brodd hans hefur brotið sá
sem bróðir minn og vinur er.
4 Ég gleðst af því ég Guðs son á,
hann gefa vill mér himin sinn
og þangað leiða þrautum frá
í þreyða friðinn anda minn.
5 Ég gleðst af því ég Guðs son á,
ég gleðst, ó, Jesú minn, í þér
og vil þér aldrei víkja frá
en vak þú, Drottinn, yfir mér.
T Bertel Ægidius 1717 – Þorvaldur Böðvarsson – Sb. 1801 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886 – 5. v. endurkv. Sigurbjörn Einarsson 1969
Jeg er udi Jesu glad
L Southern Harmony 1835
PROSPECT
Eldra númer 48
Eldra númer útskýring T