519b. Guð helgur andi, heyr oss nú ♥
1 Guð helgur andi, heyr oss nú,
ó, heyr, vér biðjum: Veit oss rétta trú,
huggun hjörtum mæddum
heims í eymda kjörum,
svölun sálum hræddum
síðast burt er förum.
Streym þú, líknarlind.
2 Þú blessað ljós, ó, lýs þú oss
í líknarskjólið, undir Jesú kross.
Veit oss hjálp að hlýða
hirði vorum góða,
lausnaranum lýða,
lífgjafanum þjóða.
Streym þú, líknarlind.
3 Þú kærleiksandi, kveik í sál
þann kærleikseld er helgi verk og mál,
að í ást og friði
æ vér lifað fáum
uns að æðsta miði
allir loks vér náum.
Streym þú, líknarlind.
4 Þú huggun æðst í hverri neyð,
oss hjálpa þú og styð í lífi' og deyð.
Veit þú að oss eigi
afl og djörfung þrjóti
er hinn óttalegi
óvin ræðst oss móti.
Streym þú, líknarlind.
5 Guð helgur andi', á hinstu stund
oss hugga þú með von um Jesú fund.
Þá er þrautin unnin,
þá er sigur fenginn,
sælusól upp runnin,
sorg og þrenging engin.
Streym þú, líknarlind.