Sálmabók

525. Ef þú áforma vildir

1 Ef þú áforma vildir
eitthvað sem vandi' er á,
þarfleg ráð þiggja skyldir
og þig vel fyrir sjá,
af því oftlega sker:
Sá sem er einn í ráðum
einn mætir skaða bráðum,
seint þá að iðrast er.

2 En með því mannleg viska
í mörgu náir skammt,
á allt kann ekki' að giska
sem er þó vandasamt,
kost þann hinn besta kjós:
Guðs orð fær sýnt og sannað
hvað sé þér leyft og bannað,
það skal þitt leiðarljós.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 7
L Lyon 1557 – Sb. 1589
Helft mir Gottes Güte preisen
Sálmar með sama lagi 490
Eldra númer 296
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is