560a. Bænin má aldrei bresta þig ♥
1 Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að Drottins náð.
2 Andvana lík, til einskis neytt,
er að sjón, heyrn og máli sneytt,
svo er án bænar sálin snauð,
sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð.
3 Vaktu, minn Jesú, vaktu' í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
T Hallgrímur Pétursson Ps. 4
L Gesius 1603 – Gr. 1691
Mein Seel, o Herr, muß loben dich