Sálmabók

566. Frá þér er, faðir, þrek og vit

1 Frá þér er, faðir, þrek og vit,
öll þekking, ást og trú.
Kenn oss að þakka einum þér
það allt sem gefur þú.

2 Og allt sem hver úr býtum ber
er bróðurskerfur hans
sem bæta skal í þökk til þín
úr þörfum annars manns.

3 En lát þann dag oss ljóma brátt
er losna böndin hörð
og réttur þinn og ríki fær
öll ráð á vorri jörð.

4 Þá allt sem lifir lofar þig
og lýtur þinni stjórn
og brosir heiðum himni við
í helgri þakkarfórn.

T Charles Kingsley um 1871 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
From thee all skill and science flow
L Pierre Davantès 1562 – Johann Crüger 1653 – Vb. 1976
GRÄFENBERG / Nun danket all und bringet Ehr
Sálmar með sama lagi 761
Tilvísun í annað lag 550a
Eldra númer 346
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is