577. Hver getur vakað um heimsins nótt ♥
1 Hver getur vakað um heimsins nótt?
Hver trúað heims í myrkri?
Hver styður veikan og stendur vörð?
Vilja þinn, Guð, lát verða' á jörð.
Veit oss að fylgja þér, Guð.
2 Náungans byrði æ bera þarf,
bróður að sýna mildi.
Annars rétt sækja er sverfur að.
Hef upp þín tákn á hverjum stað!
Hjálpa' oss að fylgja þér, Guð.
3 Drottinn, sem vakir um dimma nótt,
Drottinn, sem leiðir úr myrkri.
Drottinn, sem gefur oss dag og ár:
Eins þegar henda áföll sár
erum við hjá þér, ó, Guð.
Amen, amen.
T Svein Ellingsen 1975 – Kristján Valur Ingólfsson 2012 – Vb. 2013
Noen må våke i verdens natt
L Trond H.F. Kverno 1975 – Vb. 2013
Noen må våke i verdens natt
Eldra númer 916
Eldra númer útskýring T+L