590. Vort líf er oft svo örðug för ♥
1 Vort líf er oft svo örðug för
og andar kalt í fang
og margur viti villuljós
og veikum þungt um gang.
En Kristur segir: Kom til mín,
og krossinn tekur vegna þín.
Hann ljær þér bjarta sólarsýn
þótt syrti' um jarðarvang.
2 Og hafi eitthvað angrað þig
og að þér freisting sótt,
þá bið þú hann að hjálpa þér
og hjálpin kemur skjótt.
Hans ljós á vegum lýðsins brann.
Hann leiða þig til sigurs kann.
Hin eina trausta hjálp er hann
á harmsins myrku nótt.
3 Já, mundu' að hann á mátt og náð,
þú maður efagjarn,
sem aldrei bregst þótt liggi leið
þíns lífs um auðn og hjarn.
Frá syndum frelsuð sál þín er
því sjálfur Kristur merkið ber
hvert fótmál lífsins fyrir þér.
Ó, fylg þú honum, barn.
T Kristján Einarsson frá Djúpalæk – Sb. 1972
L Hans Matthison-Hansen 1852 – JH 1885
Hvor salig er den lille flok
Eldra númer 384
Eldra númer útskýring T+L