Sálmabók

599. Þeir léðu honum jötu

1 Þeir léðu' honum jötu í fjárhúsi fyrst
og fóðurhálm undir kinn.
Þeir sóttu' honum asna annars manns
til innreiðar hinsta sinn.
En krossinn þungi og þyrnanna krans var hans.

2 Hann fékk sér til láns þegar fólkið var svangt
þau föng sem hann blessaði' og gaf:
Tvo fiska og brauðin fimm sem hans lið
á fjallinu mettaðist af.
En krossinn þungi og þyrnanna krans var hans.

3 Af lánaðri fleytu hann flutti sitt orð
þeim fátæku' á gleymdum stað.
Hann eignaðist hvergi neitt hæli á jörð
að halla sér þreyttum að.
En krossinn þungi og þyrnanna krans var hans.

4 Og loks fékk hann herbergi lánað eitt kvöld
er liðinn var starfsdagur hans
og legstaður hans var lánuð gröf
í landi framandi manns.
En krossinn þungi og þyrnanna krans var hans.

5 En þegar ég hugsa um kvalanna krans
og krossinn hans eins og hann var
þá finn ég og veit að það var ekki hans,
það var heldur mitt sem hann bar,
að krossinn sem frelsarinn kallaði sinn var minn.

T Enskur texti frá 15. öld – Nils Bolander 1935 ̶ Sigurbjörn Einarsson, 1983 – Vb. 1991
De lånte en krybbe
L Trond H.F. Kverno 1972 – Vb. 1991
De lånte en krybbe
Eldra númer 574
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is