Sálmabók

605. Drottinn, sjá, vér sífellt bíðum

1 Drottinn, sjá, vér sífellt bíðum,
sjá, vér biðjum um þá náð
að þú nú sem áður sendir
andans kraft um gervallt láð.
Anda þinn og elsku þína,
auðmjúkt hjarta gefðu mér.
Láttu svo mitt lífið skína,
laði' eg aðra' að gefast þér.

2 Drottinn, þínum úthell anda
yfir hvern sem þyrstur er.
Kraft af himinhæðum sendu
hjörtum þeim er treysta þér.
Anda þinn ...

3 Hreinsa þú mitt hjarta, Drottinn,
hverja misgerð tak þú brott.
Lát mig fyrir öllum augljóst
elsku þinni bera vott.
Anda þinn ...

4 Drottinn, láttu eins og áður
alla máttarverk þín sjá,
andann lækning veikum veita,
vekja aðra dauðum frá.
Anda þinn ...

5 Láttu sama frelsisfögnuð
fylla þá sem treysta þér
og þú þínum veiku vottum
veittir fyrst á jörðu hér.
Anda þinn ...

T Eric Bergquist 1904 – Bjarni Eyjólfsson, 1940
Herre, se vi väntar alla
L Paderborn 1765
Herre, se vi väntar alla / Å, kor djup er Herrens nåde

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is