Sálmabók

607. Ég vil lofa þig, Drottinn, í ljóði

1 Ég vil lofa þig, Drottinn, í ljóði
og með lofsöng ég tigna vil þig
fyrir náð þá er ei tekur enda,
þína elsku og gæsku við mig.
Allt mitt líf vil ég gera að lofsöng til þín
svo ég ljóst megi um þig vitni bera.
Jafnt á sorgar og gleði og gæfunnar stund
vil ég, Guð minn, til heiðurs þér vera.

2 Enginn annar má lofsöng minn eiga
því að einn ertu verðugur hans.
Og á himni mun söngurinn hljóma
þér til heiðurs af vörum hvers manns.
Allt mitt líf ...

3 En ef söngur minn hér skyldi hljóðna
í þeim heimi sem veitir ei grið
bið ég, Drottinn, mín opnaðu augu
svo að eygi ég náð þína´ og frið.
Allt mitt líf ...

T Christer Hultgren 1977 – Lilja S. Kristjánsdóttir 1978
Jeg vill ge dig, o Herre, min lovsång
L Christer Hultgren 1977
Jeg vill ge dig, o Herre, min lovsång

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is