610. Ó, Drottinn Kristur ♥
1 Ó, Drottinn Kristur, dýrleg, rík og há
skín dáð og mynd þíns lífs um aldaslóð.
Vor dauðleg augu endurskinið sjá
og aðeins brot af þinni sólarglóð.
2 Lát nýja hugsun nema vilja þinn
og ná að túlka rétt þitt helga mál
og nýjar tungur tjá þér fögnuð sinn
er tindra ljósin þín í hug og sál.
3 Lát nýja kynslóð flytja Faðir vor
og fjærstu lýði þína birtu sjá,
þitt frelsi, þína fórn og heilög spor
og finna líf sem grær þér einum hjá.
4 Þú ert um eilífð nýr og samur samt.
Lát safnast alla menn í þína hjörð
því einn þú hefur alla frelsað jafnt
og átt hvert barn á þinni víðu jörð.
T Sigrid Dahlquist 1923 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Låt nya tankar tolka Kristi bud
L David Wikander 1937 – Vb. 1976
Låt nya tankar tolka Kristi bud
Eldra númer 306
Eldra númer útskýring T+L