Sálmabók

614. Kirkjan er oss kristnum móðir

1 Kirkjan er oss kristnum móðir,
kristinn sérhver er vor bróðir,
Guðs og Krists vér erum ætt
allir sem hún hefur fætt.

2 Móðir sú til frelsis fæðir,
frjálsra þegna rétti gæðir,
móðurþel til barna ber,
blítt þau tekur öll að sér.

3 Svo hún gjört oss frjálsa fái,
frjáls og hlýðin börn oss sjái,
frelsislærdóm frelsarans
flytur hún í nafni hans.

4 Hún vill aðeins laða' og leiða
lýð en ei með valdi neyða,
býður frelsi, boðar náð,
birtir himneskt líknarráð.

5 Börn sín vill hún Kristi klæða,
Krists með náðarbrauði fæða
að hún loksins fái fært
föðurnum hvert barn sitt kært.

6 Það er vinna vill þín kirkja
virstu, Guð, af náð að styrkja
að það beri ávöxt þann
er þá móður gleðja kann.

7 Hennar móðurhjarta kættu,
hennar móðursorgir bættu,
vorri móður vernd þú sýn,
vora móður sigri krýn.

T Magnus B. Landstad um 1861 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Kirken er til Moder kaaret
L Andreas P. Berggreen 1852 – PG 1878
Aldrig er jeg uden våde
Eldra númer 286
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is