Sálmabók

626. Ver óttalaus, þú átt það sigurmark

1 Ver óttalaus, þú átt það sigurmark
þér yfir og það nafn sem helgast er,
að þú ert hvergi einn í neinni nótt,
Guðs náðaraugu vaka yfir þér.

2 Hann elskar þig og er að vænta þín,
hver andrá hvíslar: Ég vil finna þig,
ef þú vilt fara, gleyma, glata mér,
þá græt ég sárt og allt í nánd við mig.

3 Ver óttalaus, þín bíður heilög höfn
sem hylst þér nú en lenda skaltu þar
og sjá og finna friðarkonung þann
sem frelsa vill og syndir þínar bar.

4 Þú ert á leið til ljóss frá allri nótt,
það ljómar sólskin Drottins móti þér
ef þú vilt sjá og helgast ríki hans
sem heimsins ljós og von og björgun er.

T Sigurbjörn Einarsson, 2008, byggt á texta eftir Ylva Eggehorn 1972 – Vb. 2013
Var inte rädd, det finns ett hemligt tecken
L Lars Moberg 1974 – Vb. 2013
Var inte rädd, det finns ett hemligt tecken
Eldra númer 923
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is