Sálmabók

652. Ó, blessuð stund er burtu þokan líður

1 Ó, blessuð stund er burtu þokan líður
sem blindar þessi dauðleg augu vor
en æðri dagur, dýrðarskær og blíður,
með Drottins ljósi skín á öll vor spor.

2 Ó, blessuð stund er sérhver rún er ráðin
og raunaspurning sem mér duldist hér
og ég sé vel að viskan tóm og náðin
því veldur að ei meira sagt oss er.

3 Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér í huga
við hverja neyð og sorg og reynslusár,
þá styrkist ég og læt mig böl ei buga
og brosið skín í gegnum öll mín tár.

T Wilhelm A. Wexels 1841 – Matthías Jochumsson – Sb. 1886
Tænk, når engang den tåge er forsvunden
L Andreas P. Berggreen 1856 – PG 1878
Tænk, når engang den tåge er forsvunden
Sálmar með sama lagi 230
Eldra númer 441
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is