Sálmabók

661. Vertu hjá mér, halla tekur degi

1 Vertu hjá mér, halla tekur degi,
Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi.
Þegar enga hjálp er hér að fá,
hjálparlausra líknin, vert mér hjá.

2 Óðum sólin ævi minnar lækkar,
alltaf heimsins gleðiljósum fækkar,
breytist allt og hverfur þá og þá -
þú, sem aldrei breytist, vert mér hjá.

3 Kom þú ekki' í konungsvaldi stríðu,
kom með þinni elsku, líkn og blíðu,
kom að hugga mig er harmar þjá -
hæli syndarans, mér vertu hjá.

4 Þú mig tókst í faðm í fyrstu æsku,
fyrirleit ég tíðum þína gæsku,
aldrei þó mér sekum fórstu frá.
Fram til endans, Herra, vert mér hjá.

5 Með þér geðrór mæti' eg hverju fári,
með þér verður sæla' í hverju tári,
skeyti dauðans skelfist ég ei þá.
Skjöldur minn, ó, Jesú, vert mér hjá.

6 Mitt við andlát augum fyrir mínum
upp, minn Drottinn, haltu krossi þínum.
Gegnum myrkrið lífsins ljós að sjá
leyf mér, góði Jesú, vert mér hjá.

T Henry F. Lyte 1847 – Stefán Thorarensen – Sb. 1886
Abide with Me: Fast Falls the Eventide
L JH 1885
Vertu hjá mér, halla tekur degi
Eldra númer 425
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is