Sálmabók

662. Vor ævi stuttrar stundar

1 Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd til Drottins fundar
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa' í gildi.
Hún boðast oss í engils róm.

2 Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
Í aldastormsins straumi
og stundarbarnsins draumi
oss veita himnar vernd og hlé.

T Einar Benediktsson, 1930 – Sb. 1945
Dánarstef
L Björgvin Guðmundsson – Vb. 1946
Eldra númer 422
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is