720. Drottinn minn, Guð ♥
1 Drottinn minn, Guð, þú ert bjarg mitt og borg,
brugðist þú getur mér eigi.
Þú ert mitt athvarf í sérhverri sorg,
sól mín á harmanna degi.
Frelsisins merki ég hef upp hátt,
hjálpin úr upphæðum kemur brátt.
2 Drottinn minn, Guð, þú ert vernd mín og vörn
voðans í ólgandi flóði.
Frelsa þú lýð þinn og blessa þín börn,
blessaði faðirinn góði.
Lifandi Drottinn, ég lofa þig,
ljósanna faðir, ó, bænheyr mig.
T Valdimar Briem – Vb. 1912
L Melchior Franck 1627 – Thomas Laub 1902 – Ssb. 1936
Gen Himmel aufgefahren ist / Du, som går ud fra den levende Gud