734. Heyr, faðir þjóða, faðir minn ♥
1 Heyr, faðir þjóða, faðir minn,
æ, fyrirgef þú mér.
Lát börn þín heyra boðskap þinn
og bera ljós þitt út sem inn
:,: og ætíð þjóna þér. :,:
2 Þú, Guð, sem veitir veröld líf
og verndar sérhvern mann.
Til iðrunar með auðmýkt hríf
ef angist vex og harðnar kíf:
:,: Við lofum lausnarann. :,:
3 Send anda þinnar eilífðar
til okkar sérhvert sinn
er safnast viljum saman þar
sem sungið lof þitt ávallt var
:,: við friðarfaðminn þinn. :,:
4 Í straumi tímans stóðst þú vörð
og styrkir okkur nú.
Við skruggur elds er skelfur jörð
og skefur stormur mel og börð
:,: í blíðum blæ ert þú. :,:
5 Ó, legg í heimi helga ró
í hjarta sérhvers manns.
Æ gef þeim líf og frið og fró,
þá fyrir krossinn hans sem dó
:,: í fórn Guðs, frelsarans. :,:
6 Því hvert eitt sinn er höldum við
á Herrans Jesú fund,
hann krýpur þar við þína hlið
í þögn og kærleik með sinn frið
:,: sem áttu alla stund. :,:
7 Lát falla yfir bú og byggð
þinn blíða, djúpa frið.
Lát gróa sár og huggast hryggð,
í hverjum manni eflast tryggð.
:,: Gef náð við himins hlið. :,: