1 Sólin signir hafið,
sindrar bárutrafið.
Sköpun lofar háan Herra sinn.
Sælt er mér á sævi,
sigli mína ævi.
Guði þakka góðan afla minn.
2 Allt er í hans hendi,
ákall honum sendi:
Bið að gæti bátsins Drottinn minn.
Æ þú ert mér nærri,
öllum mætti hærri,
veit mér, Drottinn, vernd í hvert eitt sinn.
3 Þá ég sný af sævi
sjómanns finnst mér ævi
sælli því sem ég á foldu finn.
Jafnt í brimi' og blíðu
báts þá stend við síðu,
haf mig þér í hendi, Drottinn minn.
T Haukur Ágústsson 2013
L Haukur Ágústsson 2013