Sálmabók

797. Davíðssálmur 57 (8-12)

Andstef (Sálm. 138.2)
Ég lofa nafn þitt
sakir miskunnar þinnar og trúfesti.

Hjarta mitt er stöðugt, Guð, hjarta mitt er stöðugt.
Ég vil syngja og leika.
    Vakna þú, sál mín,
    vakna þú, harpa og gígja,
    ég vil vekja morgunroðann.
Ég vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn,
vegsama þig meðal þjóðanna
    því að miskunn þín nær til himna
    og trúfesti þín til skýjanna.
Sýn þig himnum hærri, Guð.
Dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina.
Ég lofa nafn þitt
sakir miskunnar þinnar og trúfesti.

Dýrð sé Guði, föður og syni
og heilögum anda
    svo sem var í upphafi
    er og verður um aldir alda. Amen.
Ég lofa nafn þitt
sakir miskunnar þinnar og trúfesti.

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is