Sálmabók

8. Við kveikjum fyrsta kerti á

1 Við kveikjum fyrsta kerti á.
Það kennt við spádóm er
um fátækt barn í fjárhúskró
með frið í hjarta sér.

2 Við kveikjum öðru kerti á.
Af kærleik fyllast menn.
Sitt nafn það ber af Betlehem,
þar barnið fæðist senn.

3 Við kveikjum þriðja kerti á.
Það kennt er hirða við
sem gættu kinda’ um napra nótt
í nánd við fjárhúsið.

4 Við kveikjum fjórða kerti á.
Nú komin eru jól
og englar syngja undurblítt
svo ómar heims um ból.

T Sigurd Muri 1963 – Herdís Egilsdóttir, 1997
L Emmy Köhler 1898 – Vb. 1991
Nu tändas tusen juleljus

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is