Sálmabók

809. Davíðssálmur 36 (6-10)

Andstef (Sálm 30.13)
Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu.

Drottinn, til himna nær miskunn þín,
til skýjanna trúfesti þín.
    Réttlæti þitt er sem hæstu fjöll,
    dómar þínir sem reginhaf.
    Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn.
Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð,
mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna.
    Þau seðjast af nægtum húss þíns
    og þú lætur þau drekka úr lækjum unaðssemda þinna
því að hjá þér er uppspretta lífsins,
í þínu ljósi sjáum vér ljós.
Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu.
Dýrð sé Guði, föður og syni
og heilögum anda
    svo sem var í upphafi
    er og verður um aldir alda. Amen.
Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu.

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is