Reynslusaga foreldra

Hvað segja fjölskyldur um skírnina?

Hér svara nýbakaðir foreldrar, Sólveig og Samúel, nokkrum spurningum um skírnina og skírnardaginn.

Hvers vegna vilduð þið láta skíra barnið ykkar?
Þetta var einhvernvegin aldrei spurning hjá okkur. Það var sjálfsagt mál að hann yrðir skírður. Það er hefð í fjölskyldum okkar beggja og barnatrúin er svo falleg.
Hvernig verður trúaruppeldið?
Hann mun fara í sunnudagaskóla og barna- og unglingastarf ef hann sýnir því áhuga.

Hvað finnst þér skipta mestu máli að barnið þitt læri varðandi trúna?
Gullna reglan, að koma fram við fólk eins og maður vill láta koma fram við sig. Að vera góður við náungann.

Hverjir voru skírnarvottar og af hverju völduð þið þetta fólk?
Eldri systur okkar voru skírnarvottar. Þær eru báðar frábærar mæður og vinna báðar með börnum. Okkur fannst þær fullkomnar í hlutverkið.

Var skírnin eins og þú bjóst við?
Já hún var falleg og notaleg, eins og við vildum hafa hana.


Description

Hvernig var dagurinn?

Dagurinn var alveg frábær, auðvitað smá stress að halda svona veislu en baklandið okkar er svo flott að við fengum alla hjálp sem við þurftum. Það var yndislegt hvað margir gátu verið með okkur þennan dag og fagnað kraftaverkinu sem litli drengurinn okkar er.

Hvað heitir barnið?
Hann heitir Hilmar Scheving Samúlesson