Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái' að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi' í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Sb. 1886 - Páll Jónsson
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái' að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi' í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Sb. 1886 - Páll Jónsson
Ó, blíði Jesús, blessa þú
það barn, er vér þér færum nú,
tak það í faðm og blítt það ber
með börnum Guðs á örmum þér.
Ef á því hér að auðnast líf,
því undir þínum vængjum hlíf,
og engla þinna láttu lið
það leiða' og gæta slysum við.
Ó, gef það vaxi' í visku' og náð
og verði þitt í lengd og bráð
og lifi svo í heimi hér,
að himna fái dýrð með þér.
Ólafur Guðmundsson - Sb. 1589
Valdimar Briem
það barn, er vér þér færum nú,
tak það í faðm og blítt það ber
með börnum Guðs á örmum þér.
Ef á því hér að auðnast líf,
því undir þínum vængjum hlíf,
og engla þinna láttu lið
það leiða' og gæta slysum við.
Ó, gef það vaxi' í visku' og náð
og verði þitt í lengd og bráð
og lifi svo í heimi hér,
að himna fái dýrð með þér.
Ólafur Guðmundsson - Sb. 1589
Valdimar Briem
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
Bjarni Stefán Konráðsson
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
Bjarni Stefán Konráðsson
Til mín skal börnin bera,
svo býður lausnarinn,
þeim athvarf vil ég vera
og veita kærleik minn.
Ég fæddist fátækt í
sem barn, að börn þess njóti
og blessun alla hljóti
af ástarundri því.
Vor Jesús börnin blíður
að brjósti leggur sér
og þeim hið besta býður,
það borgarréttur er
með himins helgri þjóð,
hann erfð þeim æðsta veitir
og allri sælu heitir
sitt fyrir blessað blóð.
Til Krists því koma látið,
þér kristnir, börnin smá,
og hæsta heill það játið,
að hans þau fundi ná.
Ó, berið börn til hans,
hann virðist við þeim taka,
þau voði má ei saka
í faðmi frelsarans.
Becker - Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson
svo býður lausnarinn,
þeim athvarf vil ég vera
og veita kærleik minn.
Ég fæddist fátækt í
sem barn, að börn þess njóti
og blessun alla hljóti
af ástarundri því.
Vor Jesús börnin blíður
að brjósti leggur sér
og þeim hið besta býður,
það borgarréttur er
með himins helgri þjóð,
hann erfð þeim æðsta veitir
og allri sælu heitir
sitt fyrir blessað blóð.
Til Krists því koma látið,
þér kristnir, börnin smá,
og hæsta heill það játið,
að hans þau fundi ná.
Ó, berið börn til hans,
hann virðist við þeim taka,
þau voði má ei saka
í faðmi frelsarans.
Becker - Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson
Andi Guðs sveif áður fyr
yfir vatna djúpi.
Upp þá lukust ljóssins dyr,
létti' af myrkra hjúpi.
Upp reis jörðin ung og ný,
árdags geislum böðuð í,
þá úr dimmu djúpi.
Andi Guðs sveif annað sinn
yfir vatni köldu,
þegar lét sig lausnarinn
lauga' í Jórdans öldu.
Opnast himinn, eins og nýtt
upp rann náðarljósið blítt
dauða' úr djúpi köldu.
Andinn svífur enn sem fyr
yfir vatni tæru,
opnast himins dýrðardyr
Drottins börnum kæru.
Eftir skírnar blessað bað
blómið upp vex nýdöggvað
lífs í ljósi skæru.
Sb. 1886 - Valdimar Briem
yfir vatna djúpi.
Upp þá lukust ljóssins dyr,
létti' af myrkra hjúpi.
Upp reis jörðin ung og ný,
árdags geislum böðuð í,
þá úr dimmu djúpi.
Andi Guðs sveif annað sinn
yfir vatni köldu,
þegar lét sig lausnarinn
lauga' í Jórdans öldu.
Opnast himinn, eins og nýtt
upp rann náðarljósið blítt
dauða' úr djúpi köldu.
Andinn svífur enn sem fyr
yfir vatni tæru,
opnast himins dýrðardyr
Drottins börnum kæru.
Eftir skírnar blessað bað
blómið upp vex nýdöggvað
lífs í ljósi skæru.
Sb. 1886 - Valdimar Briem
Guð faðir sé vörður og verndari þinn,
svo veröld ei megi þér granda,
hvert fet þig hann leiði við föðurarm sinn
og feli þig sér milli handa.
Guðs sonur sé fræðari' og frelsari þinn,
ei frá þér hans skírnarnáð víki,
hann opni þér blessaðan ástarfaðm sinn
og innleiði þig í sitt ríki.
Guðs andi sé hjálpari' og huggari þinn,
í heimi þín vegferðarstjarna,
hann hjálpi þér síðan í himininn inn,
að hljótir þú frelsi Guðs barna.
Sb. 1886 - Valdimar Briem
svo veröld ei megi þér granda,
hvert fet þig hann leiði við föðurarm sinn
og feli þig sér milli handa.
Guðs sonur sé fræðari' og frelsari þinn,
ei frá þér hans skírnarnáð víki,
hann opni þér blessaðan ástarfaðm sinn
og innleiði þig í sitt ríki.
Guðs andi sé hjálpari' og huggari þinn,
í heimi þín vegferðarstjarna,
hann hjálpi þér síðan í himininn inn,
að hljótir þú frelsi Guðs barna.
Sb. 1886 - Valdimar Briem
Ég grundvöll á, sem get ég treyst,
því Guð minn lagt hann hefur
af elsku' og náð, sem ei fær breyst
og óverðskuldað gefur.
Að boði hans ég borinn var
að bjartri laug og skírður þar
af orði hans og anda.
Á höfuð mitt og hjarta var
hans helgi kross þá ristur
sem augljóst tákn þess, að mig þar
til eignar tæki Kristur,
því keypt hann hefði' á krossi mig
og knýtt með þeirri fórn við sig
og nú á ný mig fæddi.
Hve gott að eiga grundvöll þann,
þá guðlaus vantrú hræðir,
að sjálfur Drottinn verkið vann,
sem veikan endurfæðir.
Ég, allslaust barn, gat ekki neitt,
en eilíft líf af náð var veitt,
mitt nafn í lífsbók letrað.
Bjarni Eyjólfsson
því Guð minn lagt hann hefur
af elsku' og náð, sem ei fær breyst
og óverðskuldað gefur.
Að boði hans ég borinn var
að bjartri laug og skírður þar
af orði hans og anda.
Á höfuð mitt og hjarta var
hans helgi kross þá ristur
sem augljóst tákn þess, að mig þar
til eignar tæki Kristur,
því keypt hann hefði' á krossi mig
og knýtt með þeirri fórn við sig
og nú á ný mig fæddi.
Hve gott að eiga grundvöll þann,
þá guðlaus vantrú hræðir,
að sjálfur Drottinn verkið vann,
sem veikan endurfæðir.
Ég, allslaust barn, gat ekki neitt,
en eilíft líf af náð var veitt,
mitt nafn í lífsbók letrað.
Bjarni Eyjólfsson
Nú gjaldi Guði þökk
hans gjörvöll barnahjörðin,
um dýrð og hátign hans
ber himinn vott og jörðin.
Frá æsku vorri var
oss vernd og skjól hans náð,
og allt vort bætti böl
hans blessað líknarráð.
Vor Guð, sem gjörvallt á,
oss gefi snauðum mönnum
í hjörtun æðstan auð
af andans gæðum sönnum,
í náð og sátt við sig
oss seka taki hann
og leiði loks til sín
í ljóss og dýrðar rann.
Guð faðir, þökk sé þér
og þínum dýrsta syni
og æðstum anda skýrð
af engla' og manna kyni.
Þitt vald, sem var og er
og verður alla tíð,
sé heiðrað hátt um jörð
og himin ár og síð.
Rinckart - Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson
hans gjörvöll barnahjörðin,
um dýrð og hátign hans
ber himinn vott og jörðin.
Frá æsku vorri var
oss vernd og skjól hans náð,
og allt vort bætti böl
hans blessað líknarráð.
Vor Guð, sem gjörvallt á,
oss gefi snauðum mönnum
í hjörtun æðstan auð
af andans gæðum sönnum,
í náð og sátt við sig
oss seka taki hann
og leiði loks til sín
í ljóss og dýrðar rann.
Guð faðir, þökk sé þér
og þínum dýrsta syni
og æðstum anda skýrð
af engla' og manna kyni.
Þitt vald, sem var og er
og verður alla tíð,
sé heiðrað hátt um jörð
og himin ár og síð.
Rinckart - Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson
Full af gleði yfir lífsins undri,
með eitt lítið barn í vorum höndum,
:,: komum vér til þín sem gafst oss lífið. :,:
Full af kvíða fyrir huldri framtíð,
leggjum vér vort barn í þínar hendur.
:,: Blessun skírnar ein fær veitt oss styrkinn. :,:
Full af undrun erum vér þér nærri!
Þú, sem geymir dýptir allra heima,
:,: vitjar hinna smáu - tekur mót oss. :,:
Fyrir þig, af föðurelsku þinni,
fæðumst vér á ný til lífs í Kristi,
:,: til hins sanna lífs í trú og trausti. :,:
Og við takmörk tímans áfram lifa
fyrirheitin þín við skírnarfontinn,
:,: skírnarljósið skín, þá lífið slokknar. :,:
Meiri auð en orð vor ná að inna
öðlumst vér í skírnargáfu þinni.
:,: Drottinn, lát oss fyllast trúargleði. :,:
Ellingsen - Sigurjón Guðjónsson
með eitt lítið barn í vorum höndum,
:,: komum vér til þín sem gafst oss lífið. :,:
Full af kvíða fyrir huldri framtíð,
leggjum vér vort barn í þínar hendur.
:,: Blessun skírnar ein fær veitt oss styrkinn. :,:
Full af undrun erum vér þér nærri!
Þú, sem geymir dýptir allra heima,
:,: vitjar hinna smáu - tekur mót oss. :,:
Fyrir þig, af föðurelsku þinni,
fæðumst vér á ný til lífs í Kristi,
:,: til hins sanna lífs í trú og trausti. :,:
Og við takmörk tímans áfram lifa
fyrirheitin þín við skírnarfontinn,
:,: skírnarljósið skín, þá lífið slokknar. :,:
Meiri auð en orð vor ná að inna
öðlumst vér í skírnargáfu þinni.
:,: Drottinn, lát oss fyllast trúargleði. :,:
Ellingsen - Sigurjón Guðjónsson
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
Þýskur höfundur ókunnur - Sb. 1886