Lestu um skírn í Biblíunni
Það eru þrjár mikilvægar sögur um skírn í Biblíunni
- Frásögnin af skírn Jesú (Matt 3.13-17)
- Þegar Jesús sagði. Leyfið börnunum að koma til mín (Mark 10. 13-16)
- Skírnarskipunin Síðustu orð Jesú til lærisveinanna um að fara út í heiminn og kenna, boða og skíra. (Matt 28.18-20)
Við skírn í þjóðkirkjunni er tvær seinni frásögurnar lesnar.
Þegar Jesús var skírður
Frásögnin af skírn Jesú er sögð á nokkrum stöðum í Biblíunni. Þær eru ekki alveg eins, en allar frásögurnar segja að Jesús hafi verið skírður af Jóhannesi skírar í ánni Jórdan. Eftir skírnina hafi svo himinninn opnast yfir Jesú. Rödd Guðs hljómar frá himni sem segir að Jesús sé hans elskaði sonur. Skírn Jesú er sú stund, þar sem ljóst verður að hann er sonur Guðs.
Leyfið börnunum að koma til mín
Næsta frásögnin fjallar um að einu sinni hafi nokkrir foreldrar komið með börnin sín og óskað eftir að Jesús snerti þau. Lærisveinarnir vildu ekki láta fólkið trufla og reyndu að reka það á brott. En Jesús varð reiður og sagði að börnin væru velkomin til hans. Hann lagði áherslu á að Guðs ríki væri barnanna og hann sagði að börnin sýndu hvernig við eigum að taka á móti Guðs ríki, opin og full trausts eins og lítið barn. Og Jesús lagði hendur yfir börnin og blessaði þau.
Skírnarskipunin
Þriðja frásagan fjallar um tímann eftir upprisu Jesú frá dauðum. Áður en hann yfirgaf lærisveina sína og þennan heim, safnaði hann þeim saman og kvaddi þá. Í Matteusarguðspjalli er það sem við nefnun skírnarskipunin eða kristniboðsskipunin. Jesús boðar lærisveinunum að fara út í heim og gera allar þjóðir að lærisveinum hans. Og lærisveinarnir eiga að skíra þá í nafni Föður, Sonar og Heilags anda. Og lærisveinarnir eiga að kenna mönnum að halda allt það sem Jesús boðaði.