Skírn getur farið fram hvar sem er. Algengast er að skírt sé í kirkju annaðhvort við guðsþjónustu eða í sérathöfn. Einnig er orðið algengt að skírt sé í heimahúsum. Það þarf þó að athuga að aðstaðan sé í lagi og skírnarskál sé við höndina.
Það er gjaldfrjálst að skíra við guðsþjónustu og það stendur öllum til boða. Ef skírnin fer fram í sér athöfn þá fer gjaldið eftir gjaldskrá sem innanríkisráðherra setur. Gjaldið er núna 7418 kr. auk þess getur komið til aksturskostnaður ef athöfnin er í heimahúsi.
Allir prestar geta skírt.
Ef skírn fer fram í kirkju er yfirleitt flest til staðar þar. Ef skírn er í heimahúsi þá þarf að vera til staðar skírnarskál og mögulega söngtextar fyrir viðstadda best er að ræða þetta við prestinn áður.
Skírnarkjólar eru til í mörgum fjölskyldum og gjarnan fylgja þeim bækur þar sem getið er um nöfn þeirra sem hafa verið skírðir í þeim. Sumar kirkjur geta lánað skírnarkjóla eða vita um slíka til láns eða leigu. Skírnarkjólinn er táknrænn eins og kemur fram hér á síðunni um tákn skírnarinnar. Kjóllinn er þó ekki nauðsynlegur ef fólk kýs að nota hann ekki.
Í dag velja aðstandendur barninu skírnarvotta. Skírnarvottar heita einnig guðfeðgin og eru þau aldrei færri en tvö, en mest geta verið fimm. Æskilegt er að í það minnsta eitt guðfeðginana sé á þeim aldri að það geti fylgt barninu eftir til fullorðinsára. Foreldrar og guðfeðgin játa trúna fyrir hönd barns síns og skuldbinda sig þar með til að ala barnið upp í kristinni trú.
Já það má og það er gert reglulega, bæði skírnarþegar sem taka trú á fullorðinsaldri og eins fullorðnir sem af einhverjum ástæðum voru ekki skírðir sem börn.
Já skírnin er forsenda fermingarinnar. Á hverju ári eru nokkur börn sem vilja fermast þó þau hafi ekki verið skírð. Þá finnur fjölskyldan tíma í samráði við prestinn til að barnið sé skírt áður en kemur að fermingu.
Í skírninni er barnið ávallt ávarpað með nafni. En það er misjafnt hvort búið er að gefa barninu nafn áður eða hvort það er fyrst notað við skírnina. Ef nafn barns er ekki skráð í þjóðskrá þá sér presturinn um að skráning á nafni fari fram samhliða skírninni.