Hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá þínu barni?
Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum og öðrum snjalltækjum.
Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:
Efni og áhöld:
Teppi, púðar og barnabækur.
Aðferð:
Leggið teppið á gólfið.
Barnið velur nokkrar bækur og dreifir þeim á teppið.
Svo velur barnið fyrstu bókina sem það vill lesa.
Komdu þér fyrir á teppinu hjá barninu og lestu fyrir það.
Þroskaþættir:
Það að lesa fyrir barn hefur margþætt jákvæð áhrif. Barnið eykur orðaforða sinn, um leið og lesturinn er góður undirbúningur fyrir lestrarnám barnsins. Nálægðin sem barnið finnur meðan lesið er eykur traust og öryggi.
Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.