Ferðin til tunglsins

No image selected

Þetta er næstum því eins og á tunglinu!!!

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið. Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Nú hjálpumst við að við að búa til sandleir.
Barnið tekur virkan þátt og nær í leikföng sem það getur leikið með í sandleirnum.
Ef barnið hefur þroska til má ákveða með því hvar leikurinn gerist.
Er þetta kannski á tunglinu? Eða er þetta á ströndinni? Er þetta í frumskóginum?
Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín.

Efni og áhöld:
4 dl. hveiti.
0.5 dl. matarolía.
Þetta er hrært saman með skeið eða sleif.
Barnið má hjálpa til við að hræra leirinn saman með höndunum.

Þegar búið er að búa til sandleirinn getur barnið náð í dótið sitt, kubba, litla bíla, dýr eða fólk,
plöntur og raðað þessu á leirinn. Gott er að nota ofnplötu sem leiksvæði.

Þroskaþættir:
Barnið finnur áferð sandleirsins og notar hugmyndaflugið í frjálsum leik.
Það er mjög gaman að fá að leika við foreldri eða einhvern fullorðinn sem stígur inn í hlutverk leikfélaga.
Það styrkir tengslamyndun og eflir hugmyndaflugið þar sem hinn fullorðni leggur sitt af mörkum við leikinn.
Hins vegar er það líka mjög holt fyrir barnið að dunda sér eitt.

Til minnis:
Spörum skjátímann.
Það getur verið gott að stúka hann niður.
Hámarkstími:
Leikskólabörn:60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: 90 mínútur á dag.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/ferdin-til-tunglsins/