Goggi gogg gogg!

No image selected

Það er hægt að leika með gogginn á ýmsa vegu.

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Blað og litir.
Seríós

Aðferð:
Búið til gogg. Sjá leiðbeiningar https://www.youtube.com/watch?v=1vbRkEufeak
Litið toppinn á gogginum rauðan og gerið tvö augu fyrir ofan hann.
Nú eigið þið fugl sem getur opnað munninn og talað.
Hinn fullorðni stýrir gogginum (fuglinum) og leikur þannig við barnið í „bíbíleik“. Fuglinn getur verið voða svangur og fengið seríós að borða. Barnið matar þá fuglinn sem smjattar á matnum.

Þroskaþættir:

Það að ná í seríós og stinga upp í munn fuglsins æfir fínhreyfingarnar.
Auk þess styrkir leikur, barns og fullorðins, tengsl og öryggi.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/goggi-gogg-gogg/