Labbi, labbi, labb

No image selected

Það er alltaf gaman að fara út í göngutúr. Næstum því sama hvernig veðrið er.

Gæðastundir
Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri
símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd um gæðastund heima:

Hvernig væri að fara í göngutúr sem hefði ákveðinn tilgang?  
Ef barnið hefur aldur og þroska til má teikna með tússpenna stafinn H á hægri hönd barnsins og V á vinstri höndina
og kenna því muninn á hægri og vinstri í göngutúrnum. 
Tilgangur ferðarinnar getur líka verið sá að læra að passa sig á hættum t.d. í umferðinni eða niðri á bryggju svo dæmi sé tekið.

Dæmi um slíkan göngutúr:

  • Kennið umferðarreglurnar ef það er yfir götur að fara.
    Hvað þýða ljósin á götuvitanum? Hvað er sebrabraut/gangbraut?
    Það þarf að horfa til hægri og vinstri. Hvar er vinstri? Hvar er hægri?
  • Það má líka fara niður í fjöru og kasta steinum. Hvort er betra að kasta með hægri eða vinstri?
  • Það má fara á leikskólalóð með fötu og skóflu og moka með barninu. Hvort er betra að moka með hægri eða vinstri?
  • Það má nýta leiktækin á leikskólalóðinni: Hvort ertu sterkari í hægri hönd eða vinstri.
  • Það má fara niður á bryggju með veiðistöng og dorga. Hvort notarðu hægri eða vinstri?
  • Það má fara í fótbolta: Hvort er betra að sparka með hægri eða vinstri?
  • Það má fara að plokka rusl: Hvað geturðu safnað miklu í pokann? Hvort er betra að týna rusl með hægri eða vinstri?

Þroskaþættir:
Gönguferð með tilgangi hefur þroskandi áhrif,
hvort sem það snýst um að læra umferðarreglurnar,
hreinsa til í náttúrunni, leika við foreldra í sandinum
eða vera niðri við sjó að veiða eða kasta steinum.
Auk þess er hreyfing holl og góð fyrir alla.

Sýnið barninu þolinmæði og skilning ef það nær ekki hugtökunum hægri og vinstri. 
Mikilvægt er að leiðbeina barninu hlýlega en ekki gagnrýna og skamma það ef það skilur enn ekki muninn.
Það að læra muninn á hægri og vinstri helst svolítið í hendur við það hvort barnið fer ennþá í krummafót.
Aðal atriðið er að kenna þeim orðin. Hitt kemur smátt og smátt.

Til minnis:
Spörum skjátímann - aukum gæðastundirnar í lífinu.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

 

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/labbi-labbi-labb/