Það er skemmtilegt að mála snjóhús!
Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum og öðrum snjalltækjum.
Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund:
Efni og áhöld:
Við þurfum snjó. Ef það hefur ekki snjóað þurfum við að bíða með þennan leik.
Vatnslitir og grófir penslar.Vatn.
Úðabrúsi og matarlitur.
Kakó og kerti.
Aðferð:
Fyrst byggjum við snjóhús. Það má líka hlaða virki með því að búa til litla snjóbolta og hlaða þeim upp í vegg.
Svo tökum við til við að mála. Þá notum við pensla og vatnsliti og málum snjóinn rétt eins og við séum að mála á blað.
Svo má fegra snjóhúsið með því að úða með vatnsblöndum matarlit á snjóinn.
Svo má kannski fá kakó í rólegheitum og kveikja á kerti þegar verkinu er lokið.
Þroskaþættir:
Hér lærir barnið að það er hægt að hugsa út fyrir kassann. Það er einnig virkur þátttakandi í því að gera fínt snjóhús, jafnvel þótt það geti ekki lagt mikið að mörkum við byggingu snjóhússins sjálfs.
Hér er einnig tækifæri til málörvunar: Æfa má heiti litanna: Hvernig ætlar þú að mála þennan hluta hússins. Mála hátt uppi, lágt niðri. Eins má ræða muninn á köldum snjónum og heitu kakóinu og heitum kertaloganum. Hrósið barninu fyrir dugnaðinn.
Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.