Með krafta í kögglum

No image selected

Það er skemmtilegt að fá að hjálpa til.

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Við þurfum snjó. Ef það hefur ekki snjóað þá geymum við hugmyndina.
Skófla miðað við stærð og atgervi barnsins.
Heitt kakó.

Aðferð:
Það hefur snjóað og nú þarf að moka stéttina, eða bílaplanið.
Við hjálpumst öll að, bæði lítil og stór.
Svo yljum við okkur með heitu kakói að verki loknu.

Þroskaþættir:
Barnið finnur að það getur gert gagn eins og annað fólk.
Hrósið barninu fyrir úthaldið og hvað það er sterkt að geta mokað svona miklum snjó.
Sýnið því þakklæti fyrir aðstoðina. Þakklæti ykkar ýtir undir það að barnið vilji hjálpa til.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/med-krafta-i-kogglum/