Föndrum páskaunga.
Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum og öðrum snjalltækjum.
Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:
Efni og áhöld:
Klósettrúlla, blað eða karton, litir, pensill, lím, skæri.
(Fjaðrir og augu úr föndurbúð ef það er hægt).
Aðferð:
Barnið málar eða litar klósettrúlluna.
Goggurinn er litaður og klipptur út.
Barnið teiknar augu á blað. Augun eru klippt út og límd á klósettrúlluna.
(Límið fjaðrir á klósettrúlluna og augu).
Þroskaþættir:
Föndur sem þetta æfir fínhreyfingarnar. Samvinna fullorðins og barns í verkefni sem þessu eykur orðaforða og styrkir tilfinningatengsl og skapar góðar minningar.
Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.