Sóknargjöld
Spurt og svarað um sóknargjöld
Ef farið væri eftir lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987, hefðu sóknargjöldin árið 2018 átt að vera um 1.556 kr. á mánuð
og 1.649 kr. árið 2019, sóknargjöld ættu að vera árið 2023 um 2010 krónur.
Uppgjör sóknargjalda 2021
Ríkið tók yfir innheimtu sóknargjalda árið 1988 samhliða innleiðingu staðgreiðslu. Þau umskipti fólu m.a. í sér að lagður var á einn tekjuskattur til ríkisins sem komí stað blandaðrar innheimtu tekjustkatts og ýmissa annarra lögbundinna gjalda, þ.á m. sóknargjalds.
Markmið löggjafans með setningu nýrra laga um sóknargjöld árið 1987 var að tryggja trúfélögum óbreyttar tekjur af sóknargjöldum við þær breytingar sem urðu á innheimtu opinberra gjalda með staðgreiðslukerfinu. Í umræðu um frumvarpið sem var samþykkt samhljóða athugasemdarlaust sagði þáverandi kirkjumálaráðherra:
"Ég vil af því tilefni taka alveg skýrt fram að söfnuðir þjóðkirkjunnar og önnur trúfélög hafa fram til þessa haft sjálfstæðan tekjuskatt og í frv. er einungis gert ráð fyrir að þau hafi hann áfram en með öðrum hætti en verið hefur vegna þeirrar einföldunar á skattakerfinu sem staðgreiðslan felur í sér."
Lög um sóknargjöld: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html
Uppgjör sóknargjalda frá Fjársýslu ríkisins: https://www.fjs.is/utgefid-efni/soknargjold/
Saga sóknargjaldanna, grein eftir Dr. Sigríði Guðmarsdóttur: https://sigridur.org/2012/04/18/saga-soknargjaldanna/
Greinagerð starfshóps um fjárhagsleg málefni þjóðkirkjunnar og safnaða hennar frá Innanríkisráðuneyti: https://www.stjornarradid.is/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir-2014/Skyrsla-starfshops-um-fjarhagsleg-malefni-kirkjunnar-juli-2014.pdf